4.23.2006

Notagildi

Þar sem ég er nú að lesa Northrop Frye finn ég allt í einu fyrir löngun til að skilgreina svið þessa nýja klúbbs okkar; marka honum stefnu og koma á skipulögðum vinnubrögðum og þannig gefa honum kost á að vera öflugt kennivald innan vísindanna.
Ég legg því fyrir rottunefnd þá tillögu að vefsíðan Reifararottur beri undirtitilinn "Bókavísindi hins nýja íslenska lærdómslistafélags" og auglýsi hér með eftir stefnuskrá, handbók um aðferðafræði bókavísinda lærdómslistafélagsins og greinargerð um það gagn (eða ógagn) sem rannsóknir okkar munu gera samfélaginu. Höfum í huga orð Fryes í Anatomy of Criticism: "Whatever is of no practical use to anybody is expendable."

Á myndinni getið þið séð mig við nýjustu rannsóknir á skammtafræði hliðstæðra heima í femínískum ritum. Því miður virðast rannsóknir mína á tímaferðalögum öreinda hafa haft sín áhrif og dregið allverulega úr yngingaráhrifum þess að fljúga gegnum mismunandi tímabelti. En það er lítil fórn á altari vísindanna.

PS: Ef þið hafið hugmynd um hvernig þýða má tímaritaheitið "Rit þess íslenska lærdómslistafélags" yfir á enska tungu eru tillögur þar að lútandi þegnar með þökkum.

7 ummæli:

ThordisA sagði...

þú platar engann ausa mín, þetta ert þú eftir 4 mánaða þrotlausar rannsóknir á því hvernig poppvélin þín virkar.
svo tillögur
Bókavísindi hins nýja íslenska lærdómslistafélags:
da book is in da house man
eða
how the #$%" does this popping machine work

Auður sagði...

Popp-kúltúr. Á það nú að heita menning? Jæja, það þarf víst að taka nútíma-strauma inn í jöfnuna. Poppa þetta aðeins upp með flippuðum afbyggingum að hætti íbúa Nýju-Jórvíkur. Það má ekki hefta frelsi bókavísindamanna til túlkana - að því gefnu að þeir haldi sig innan ramma bókavísindastofnunarinnar.
Nálgun þín á þessari ljósmynd myndi víst flokkast sem móðins einsaga eða micro-history sem felst í að skoða (afsakið engisaxneskuna)"individuals of minor importance" til að öðlast mikilvæga sýn á sögulegt samhengi þeirra.
Mín spurning er bara: hvert er NOTAGILDI þessarar einsögurannsóknar fyrir heildarmynd fræðanna?
PS: Svona bara svo þið vitið það; ég hef áttað mig á því að stóri takkinn aftan á vélinni kemur tækinu af stað!

ThordisA sagði...

það poppast uppúr þér rósmælgin

Auður sagði...

Örlítið finnst mér vanta á einlægnina í þessari fræðilegu viðleitni okkar. En ég er viss um að þeir vankantar munu slípast af þegar nautnin við frekari rannsóknarvinnu tekur völdin.

Nafnlaus sagði...

Notagildi einsogurannsoknar minnar er gridarlegt, fyrir heildarmynd fraedanna sem og innvidi salar hverrar lifveru her a jord. I thessari micro history og sonnu tulkun, megi gud vera mitt vitni, ma sja grahaerda gedsjuklinginn glima fram a grafarbakkan vid ad finna svarid vid hinni aldagomlu spurningu HVERNIG FAE EG POPP? Vid elskum oll poppid, en vid erum hraedd vid velina.
thordisa

Nafnlaus sagði...

hvar er asta?
thordisa

Ásta sagði...

Að melta þessa botnlausu visku.