Um daginn hlustaði ég á fyrirlestur um fatnað og nekt í bókinni The Plumed Serpent eftir D.H. Lawrence. Fyrirlesturinn var mjög merkilegur. Stelpan sem hélt hann hafði m.a. bakað litlar piparkökur og skreytt þær með súkkulaðibrjóstum og súkkulaðityppum og kennarinn lýsti því yfir í lokin að hún hefði hefnt sín á karlrembunni D.H. Lawrence á meðan á honum stóð: "I bit it right off!".
Í kjölfarið fór ég að spá í merkingu fatnaðar í bókum. Fyrirlesarinn vitnaði m.a. í bókina Penguin Island sem er um afleiðingar þess að nærsýnn prestur skírir mörgæsir og verður þannig til þess að þær fá sálir. Bókin er þess virði að lesa en mig langar mest til að fá ykkar álit á 1. kafla í Bók II, þar sem mörgæsarkona er klædd í mjög kvenlegan fatnað með valdi, verður af því dræsuleg og er að lokum nauðgað af munki.
Hvað varðar ádeilu á nýlendustefnu og rasisma minnti bókin mig á Salamöndrustríðið sem ég las oft sem krakki. Hún heitir víst War with the Newts á ensku. Vonandi næ ég einhvern tímann að lesa hana aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli