12.30.2008

Fannst rykfallið uppi á drafthillu blogger. Skrifað fyrir tveimur og hálfu ári sem svar við þessari snilli. Og það verður eina afsökunin sem gefin er upp.

Ó hve tímarnir hafa breyst.



Það var skorað á mig að halda kvæðabálknum áfram. Ég er reyndar ekki alveg viss um að þetta geti kallast ljóð en kemst kannski nálægt því:

"Friðvænn og frilla hans" stíga á stokk


Gagnrýnandi nr. 1 ...
...kom á frumsýningu og brosti allan hringinn.
Brosið hvarf ekki í gegnum sýninguna
og hlátrasköllin voru með þeim hæstu.
Hamingjuóskirnar voru eftir því
Allir stóðu sig gífurlega vel, leikstjórnin
óaðfinnanleg og handritið stráð gullmolum.
Kermill var einstaklega hæfileikaríkur
í hlutverki dúkarans.
Í partýinu var hver einasti leikari kysstur í bak og fyrir.
Gagnrýnandi staulaðist heim í dagrenningu
með aðalleikaranum.
Umsögnin bar þess keim:
"Sýning var stórkoslega skemmtileg og leikarar fóru á kostum.
Áhorfendur skemmtu sér vel og leikgleðin var í fyrirrúmi.
Leikfélagið kann svo sannarlega að skemmta áhorfendum.
Ó, þessi tæri einfaldleiki."

Gagnrýnandi nr. 2 ...
...kom á fimmtu sýningu
og lét lítið fyrir sér fara á sjötta bekk.
Brosti út í annað og lét ekkert uppi.
Gagnrýnin birtist þrem dögum síðar
var löng og ítarleg
rakti sögu leikfélagsins í smáatriðum
ásamt því að fjalla um mikilvægi áhugaleikhúss í menningarflórunni.
Um leikritið sjálft sagði aðeins:
"Sýningin var frambærileg og ágætlega unnið úr efniviðnum.
Skemmtileg nýting á leiktjöldum.
Nokkur ljóður var á skýrmælgi leikara."

Gagnrýnandi nr. 3 ...
...ætlaði ekki að mæta á sýningu
en var hótað öllu illu af ritstjóranum.
Leikurum leist ekki á þrumuskýið
sem hékk yfir haus hans út leikritið.
Það var mál manna að það kvöld
hafi sýningin verið einstaklega kraftmikil.
Maðleiður matsveinn náði nýjum hæðum í gormasenunni.
Stírlíður gangastúlka fór í fyrsta sinn rétt með textann.
Gagnrýnin birtist næsta dag
og kom lítið á óvart:
"Viðvangislegt rusl. Mér leiddist og sætin voru hörð."

Gagnrýnandi nr. 4 ...
...mætti of seint og settist á fremsta bekk.
Leikarar reyndu að leiða hann hjá sér
en fylltust örvæntingu
þegar honum stökk ekki bros í bestu atriðunum
Í dramatísku uppgjöri
þegar Friðvænn stakk Valdeiðu ástkonu sína
á hol með blekpenna
fór gagnrýnandinn á klósettið.
Leikarar svipuðust um eftir honum í uppklappi
en hann var á bak og burt.
Þegar gagnrýnin birtist
var farið lofsamlegum orðum um sýninguna
"þótt vissulega hafi verið hnökrar á henni.
Enda aðeins um áhugaleikhús að ræða.
Væri hin best skemmtun á árshátíð."
Verst að sýningum lauk 2 mánuðum áður.
Nafn leikstjóra var vitlaust stafsett.


Gagnrýnandi nr. 5 ...
... mætti ekki.
Enda 4 umsagnir meira en nóg fyrir eitt áhugaleikhús.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hoho, gledileg jol. hohoho. eg er ad safna i jolapistil um vidhorf dorisar lessing til kynlifs, kannski verdur hann tilbuinn naestu jol, hohohoho. aaahooohohoho.
thordis