Nú finnst mér mál komið að kvikmyndaklúbbur Reifararotta verði settur formlega á laggirnar. Horft verður á einhverja vel valda og þematengda kvikmynd sem vonandi munu glæða umræður og skoðanaskipti hér á síðunni. Gaman væri að sjá hverjir sýna slíku áhuga.
Nokkrar hugmyndir sem fæðst hafa að undanförnu:
The Pervert's Guide to Cinema - athyglissjúki menningarfræðingurinn og heimspekingurinn Slavoj Zizek tekur kvikmyndir í djúpa sálgreiningu.
Grey Gardens - heimildarmynd frá árinu 1975 um afar sérstakar mæðgur sem búa í niðurníddu sveitahúsi í Bandaríkjunum og eigin hugarheimi og státa af tengslum við Kennedy fjölskylduna. Verið er að gera leikna mynd eftir þessari sem frumsýnd verður á árinu.
The Nines - þrjár sögur fléttast saman á hátt sem ekki er hægt að segja frá án þess að spilla fyrir
The Ten - hvað þýða boðorðin 10 í raun og veru? Guð var ekki spurður álits.
Intolerance - epískt stórvirki frá árinu 1916 um skort á umburðarlyndi í gegnum aldirnar. Gerð áður en frásagnarlist kvikmyndanna öðlaðist einhvers konar mynd.
Bis ans Ende der Welt - draumkenndur framtíðarvegatryllir Wim Wenders sem gerist árið 1999.
Picnic at Hanging Rock - byggð á sönnum atburðum um ástralskar skólastúlkur sem hverfa á undarlegan hátt í skólaferðalagi.
Southland Tales - önnur mynd leikstjórans Richard Kelly sem skóp sér frægð með Donnie Darko. Hefur fengið grífurlega misjafna dóma og verið endurklippt aftur og aftur. Ku hafa einhver óljós tengsl við Flow my tears, the policeman said eftir Philip K. Dick.
Seconds - scifi mynd frá árinu 1966 um heim þar sem hægt er að öðlast nýtt líf í bókstaflegri merkingu.
Endilega komið með einhverjar fleiri.
Bætt við af Auði:
Solyaris - ókennileg hlutir gerast á geimstöð þar sem sálfræðingur hittir aftur látna eiginkonu sína
Zardoz - Sean Connery sprangar um í framtíðinn á þessum klæðnaði. Þarf að segja meira?
Frankenstein Unbound - byggð á
4 ummæli:
Húrra fyrir kvikmyndakvöldum!
Mig langar að bæta Solaris (frá 1972) á listann en á imdb.com er henni lýst þannig:
"The Solaris mission has established a base on a planet that appears to host some kind of intelligence, but the details are hazy and very secret. After the mysterious demise of one of the three scientists on the base, the main character is sent out to replace him. He finds the station run-down and the two remaining scientists cold and secretive. When he also encounters his wife who has been dead for seven years, he begins to appreciate the baffling nature of the alien intelligence."
Myndir: http://www.imdb.com/media/rm3594623232/tt0069293
Svo lengi sem það er ekki hin drepdrepdrepdrepdrepdrepdrep leiðinlega endurgerð með George Clooney.
ekki vissi ég að uppáhalds kenningapönkarinn minn væri búinn að gera kvikmynd. ég er úr svo alvarlegum tengslum við menningarvitann í mér að það er til skammar. horfa við fyrsta tækifæri. þegar einhver færir mér myndirnar á silfurfati og horfir á þær með mér. sjálfantil...
Við eigum hana - á silfurfati jafnvel (brenndum geisladisk?)
Skrifa ummæli