2.29.2008

F says:
úff þú hefur ekki séð síðustu kilju?
kolbrún bergþórs var að mæra stephen king - allt í lagi, fínt mál. Og Egill Helgason spyr: "En er þetta alvöru rithöfundur?"
Og þau eru öll straight-faced bara eins og þetta sé hin eðlilegasta spurning ...
L says:
wtf!
F says:
og já, Kolbrún reynir að færa fyrir því rök að þetta sé alvöru höfundur ekki bara afþreyingarhöfundur - enda sé hann sko á toppi afþreyingarbókmenntanna
L says:
mér þætti gaman að heyra Egil Helgason svara spurningunni: "hvað er alvöru rithöfundur"
F says:
og það furðulega er að þau virðast hafa þetta menningarlega forræði (svo ég slái um mig með uppskrúfuðu fræðimáli)
L says:
hann heldur kannski að hann sé að spyrja spurningar fyrir hina mýmörgu bókmenntaelítuspekúlanta sem væntanlega horfa á Kiljuna og hafa reist augabrúnir í hundraðatali þegar Kolbrún dirfðist að viðra nafn Stephen King í þessum hámenningarlega þætti
F says:
honum finnst þau eflaust ofboðslega djörf að fjalla um svona alþýðubókmenntir
L says:
og páll baldvin viðurkennir skömmustulega að hafa lesið heila Stephen King bók :D
F says:
hann er svona fulltrúi snobbliðsins - hlustar svona hálf-hæðnislega á orðavaðalinn og æsinginn í Kolbrúnu (sem er þá væntanlega fulltrúi tilfinningaríkra alþýðulesenda eða eitthvað)
L says:
tja - hún fær a.m.k. þá rullu í þessum þætti
F says:
það er eiginlega brandari að fylgjast bara með Páli Baldvini fylgjast með Kolbrúnu tala...
L says:
ég mæli með drykkjuleik:
1 sopi þegar Kolbrún verður æst
1 sopi þegar Egill tala yfrilætislega um alvöru bókmenntir
1 sopi þegar Páll Baldvin ranghvelfir augum yfir almennu menningarleysi
Klára 2 tequilaflöskur í einum slurk þegar eitthver þeirra segir "hey! hefur einhver lesið góða vísindaskáldsögu nýlega?"
F says:
:D
F says:
stórgott

3 ummæli:

fangor sagði...

hah! skál fyrir því. ég er að lesa vægast sagt áhugaverða seríu núna. fjallar um það hvað gerist þegar ein kona ákveður að tryggja með öllum ráðum að hennar gen lifi áfram í heiminum. tímasviðið spannar 20.000 ár. einungis. er með umfjöllun í smíðum....

Ásta sagði...

Kúl - verð að ræna henni frá þér við tækifæri!

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.