"Bókanótt" félagsins verður haldinn í Bílskúrnum eða nálægum salarkynnum næsta föstudagskvöld. Þema kvöldsins verða hvalir og kvalir.
Dagskrá:
19:00 Mæting og Nafnakall
19:10 Hin þriggja manna stjórn kynnir ársskýrslu sína
Endurkjör í þriggja manna stjórn
19:30 Upplestur: Auður segir frá örlögum hvalveiðimannanna af Essex (sem talið er vera fyrirmyndin að Pequod í Mobý Dick). Þessir hraustu sjóarar enduðu á því að gæða sér hver á öðrum eftir að hvalur hafði sökkt skipi þeirra.
20:00 Kvöldverður framreiddur, grillað hvalkjöt með ídýfu
20:00 Kvikmynd: Mobý Dick með Gregory Peck
21:30 Erindi: Ásta og Þórdís láta ljós sitt skína?
22:00 Almennar umræður um hvali og kvalir.
23:00 Afgreiðsla ályktana, stefnuyfirlýsinga eða annarra mála er brenna á viðstöddum.
00:00 "Sköpun með sköpum" - kvöldið endað á kreatífum nótum
Freyðandi og rauðir drykkir eru við hæfi.
Félagsmenn eru hvattir til að koma með tillögur að skemmtiatriðum eða fræðsluerindum, í athugasemdakerfinu hér að neðan.
Stjórnin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Stórkostlegt! Ég ætla líka að halda hálftíma ræðu fyrst Auður fær að halda hálftíma ræðu. Mín verður um sársauka. Kvalir. Ég vil líka tala fyrir matinn. Allavega fyrir myndina. Eða ekki mér er kannski alveg sama svosem. Bara meðan ásta verður ekki orðin of full. Sjáumst kl 17.00
þórdís
Minn umræðuflötur verður mitt á milli hvala og kvala - nánar tiltekið kvalafullir eltingarleikir við metafóríska hvali í samtíma kvikmyndum og sjóvarpsþáttum. Leikin verða vel valin atriði úr Star Trek.
Ég geri það ekki ódrukkin.
það er eins og enginn hafi lifað af bókanóttina
þ
Skrifa ummæli