F says:
úff þú hefur ekki séð síðustu kilju?
kolbrún bergþórs var að mæra stephen king - allt í lagi, fínt mál. Og Egill Helgason spyr: "En er þetta alvöru rithöfundur?"
Og þau eru öll straight-faced bara eins og þetta sé hin eðlilegasta spurning ...
L says:
wtf!
F says:
og já, Kolbrún reynir að færa fyrir því rök að þetta sé alvöru höfundur ekki bara afþreyingarhöfundur - enda sé hann sko á toppi afþreyingarbókmenntanna
L says:
mér þætti gaman að heyra Egil Helgason svara spurningunni: "hvað er alvöru rithöfundur"
F says:
og það furðulega er að þau virðast hafa þetta menningarlega forræði (svo ég slái um mig með uppskrúfuðu fræðimáli)
L says:
hann heldur kannski að hann sé að spyrja spurningar fyrir hina mýmörgu bókmenntaelítuspekúlanta sem væntanlega horfa á Kiljuna og hafa reist augabrúnir í hundraðatali þegar Kolbrún dirfðist að viðra nafn Stephen King í þessum hámenningarlega þætti
F says:
honum finnst þau eflaust ofboðslega djörf að fjalla um svona alþýðubókmenntir
L says:
og páll baldvin viðurkennir skömmustulega að hafa lesið heila Stephen King bók :D
F says:
hann er svona fulltrúi snobbliðsins - hlustar svona hálf-hæðnislega á orðavaðalinn og æsinginn í Kolbrúnu (sem er þá væntanlega fulltrúi tilfinningaríkra alþýðulesenda eða eitthvað)
L says:
tja - hún fær a.m.k. þá rullu í þessum þætti
F says:
það er eiginlega brandari að fylgjast bara með Páli Baldvini fylgjast með Kolbrúnu tala...
L says:
ég mæli með drykkjuleik:
1 sopi þegar Kolbrún verður æst
1 sopi þegar Egill tala yfrilætislega um alvöru bókmenntir
1 sopi þegar Páll Baldvin ranghvelfir augum yfir almennu menningarleysi
Klára 2 tequilaflöskur í einum slurk þegar eitthver þeirra segir "hey! hefur einhver lesið góða vísindaskáldsögu nýlega?"
F says:
:D
F says:
stórgott
2.26.2008
Nú finnst mér mál komið að kvikmyndaklúbbur Reifararotta verði settur formlega á laggirnar. Horft verður á einhverja vel valda og þematengda kvikmynd sem vonandi munu glæða umræður og skoðanaskipti hér á síðunni. Gaman væri að sjá hverjir sýna slíku áhuga.
Nokkrar hugmyndir sem fæðst hafa að undanförnu:
The Pervert's Guide to Cinema - athyglissjúki menningarfræðingurinn og heimspekingurinn Slavoj Zizek tekur kvikmyndir í djúpa sálgreiningu.
Grey Gardens - heimildarmynd frá árinu 1975 um afar sérstakar mæðgur sem búa í niðurníddu sveitahúsi í Bandaríkjunum og eigin hugarheimi og státa af tengslum við Kennedy fjölskylduna. Verið er að gera leikna mynd eftir þessari sem frumsýnd verður á árinu.
The Nines - þrjár sögur fléttast saman á hátt sem ekki er hægt að segja frá án þess að spilla fyrir
The Ten - hvað þýða boðorðin 10 í raun og veru? Guð var ekki spurður álits.
Intolerance - epískt stórvirki frá árinu 1916 um skort á umburðarlyndi í gegnum aldirnar. Gerð áður en frásagnarlist kvikmyndanna öðlaðist einhvers konar mynd.
Bis ans Ende der Welt - draumkenndur framtíðarvegatryllir Wim Wenders sem gerist árið 1999.
Picnic at Hanging Rock - byggð á sönnum atburðum um ástralskar skólastúlkur sem hverfa á undarlegan hátt í skólaferðalagi.
Southland Tales - önnur mynd leikstjórans Richard Kelly sem skóp sér frægð með Donnie Darko. Hefur fengið grífurlega misjafna dóma og verið endurklippt aftur og aftur. Ku hafa einhver óljós tengsl við Flow my tears, the policeman said eftir Philip K. Dick.
Seconds - scifi mynd frá árinu 1966 um heim þar sem hægt er að öðlast nýtt líf í bókstaflegri merkingu.
Endilega komið með einhverjar fleiri.
Bætt við af Auði:
Solyaris - ókennileg hlutir gerast á geimstöð þar sem sálfræðingur hittir aftur látna eiginkonu sína
Zardoz - Sean Connery sprangar um í framtíðinn á þessum klæðnaði. Þarf að segja meira?
Frankenstein Unbound - byggð á
2.20.2008
TILKYNNING
Bókaforlagið Sick Sisters kynnir nýja metsölubók í smíðum:
The Retarded God
Conversations between my sister and god, when she traveled in a space-faring university to heaven
Aftan á bókarkápu segir:
When God, the racist babykiller sadist and psychological twin of Bush, summoned Audur to fly her university to Heaven he sure was in for a treat.
Audur, the deformed literary scientist, might have been wearing mismatching socks and have her ginormous baby sleep in a drawer in her desk, but none the less she had things to say, and songs to sing in protests.
Missið ekki af jólabókinni árið 2008.
Í tilefni þessa mun útgáfufélagið Sick Sisters bjóða Reifararottum í stórkostlegt hugmyndafæðingar-teiti (sem er nokkurs konar for-útgáfuteiti) einhvern tímann í apríl. Drög að dagskrá eru á þessa leið:
Fordrykkir og fagnaðarsöngur.
Meiri fordrykkir og almennt slúður.
Aðeins meiri fordrykkir á meðan Þórdís leikles valda kafla úr Biblíunni.
Aðaldrykkir og fagnaðarsöngur.
Ásta dáist að hugmyndinni og heldur langa ræðu.
Meiri aðaldrykkir og almennt slúður.
Auður les úr bókinni með gullbarkanum. Fangor sér um tilþrifaríka leiktúlkun textans.
Aðeins fleiri drykkir.
Skotta og Fangor útskýra í löngu máli hinar flóknu kenningar sem liggja að baki öllum skrifum þeirra á reifararottum.
Almenn fagnaðarlæti og ólæti.
Staðsetning nánar auglýst síðar. Munið: No pants or skirts allowed (for obvious reasons)
The Retarded God
Conversations between my sister and god, when she traveled in a space-faring university to heaven
Aftan á bókarkápu segir:
When God, the racist babykiller sadist and psychological twin of Bush, summoned Audur to fly her university to Heaven he sure was in for a treat.
Audur, the deformed literary scientist, might have been wearing mismatching socks and have her ginormous baby sleep in a drawer in her desk, but none the less she had things to say, and songs to sing in protests.
Missið ekki af jólabókinni árið 2008.
Í tilefni þessa mun útgáfufélagið Sick Sisters bjóða Reifararottum í stórkostlegt hugmyndafæðingar-teiti (sem er nokkurs konar for-útgáfuteiti) einhvern tímann í apríl. Drög að dagskrá eru á þessa leið:
Fordrykkir og fagnaðarsöngur.
Meiri fordrykkir og almennt slúður.
Aðeins meiri fordrykkir á meðan Þórdís leikles valda kafla úr Biblíunni.
Aðaldrykkir og fagnaðarsöngur.
Ásta dáist að hugmyndinni og heldur langa ræðu.
Meiri aðaldrykkir og almennt slúður.
Auður les úr bókinni með gullbarkanum. Fangor sér um tilþrifaríka leiktúlkun textans.
Aðeins fleiri drykkir.
Skotta og Fangor útskýra í löngu máli hinar flóknu kenningar sem liggja að baki öllum skrifum þeirra á reifararottum.
Almenn fagnaðarlæti og ólæti.
Staðsetning nánar auglýst síðar. Munið: No pants or skirts allowed (for obvious reasons)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)